Með ólæknandi flugdellu Annas Sigmundsson skrifar 28. maí 2008 00:01 Þorvaldur Lúðvík MYND/Ragnheiður Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum. Héðan og þaðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum.
Héðan og þaðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira