Handbolti

Aftur tapaði FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með FCK.
Arnór Atlason í leik með FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson
Arnór Atlason var markahæstur í liði FC Kaupmannahafnar sem tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu í kvöld, í þetta sinn fyrir Kolding.

FCK er núverandi Danmerkurmeistari og hefur því byrjun liðsins komið nokkuð á óvart. Arnór skoraði sex mörk fyrir félagið sem tapaði á útivelli fyrir Kolding, 33-30.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði svo þrjú mörk fyrir GOG sem vann stórsigur á TMS, 39-24. Þorri Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir TMS.

Kolding er efst í deildinni með sjö stig eftir fimm leiki en Skjern og Bjerringbro-Silkeborg hafa bæði sex stig eftir fjóra leiki. FCK kemur svo næst í fjórða sæti með sex stig eftir fimm leiki.

GOG er einnig með sex stig eftir fimm leiki en TMS er á botni deildarinnar, stigalaust eftir fimm leiki.

Í Noregi skoraði Sigurður Ari Stefánsson fjögur mörk fyrir meistara Elverum sem vann sigur á Follo, 33-25.

Elverum hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en er einungis með eitt stig þar sem það byrjaði tímabilið með þrjú stig í mínus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×