Erlent

Stalin lýst sem blöndu af Tony Soprano og Osama Bin Laden

Út er komin framúrskarandi ævisaga um æskuár Jofsef Stalin fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna sálugu.

Það er enski sagnfræðingurinn Simon Montefiore sem skrifað hefur söguna en á sínum yngri árum hafði Stalin ofan af fyrir sér sem glæpaforingi í Tiblisi höfuðborg Georgíu.

Simon lýsir Stalin sem blöndu af Tony Soprano og Osama bin Laden. Glæpagengi Stalins á þessum árum rændi banka, skip og lestar áður en hann gerðist sanntrúaður kommúnisti 29 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×