Smygl á bréfi olli lengd einangrunar 8. apríl 2008 00:40 Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. Pólstjörnumálið Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira