Fjórtán þúsund í alvarlegum fjárhagserfiðleikum 30. október 2008 12:06 Hartnær fjórtán þúsund Íslendingar eru í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Einstæðir feður eru mun líklegri til að lenda í vanskilum en einstæðar mæður en langfjölmennasti hópur þeirrra sem eru á vanskilaskrá eru barnlausir karlmenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Creditinfo Ísland. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Creditinfo, fyrirtæki sem heldur utan um vanskil landsmanna, tekið saman vanskilastöðu fólks og fjölskyldna í landinu. Það skal tekið fram að þeir sem lent hafa í erfiðleikum eftir bankahrunið hafa enn ekki ratað inn á vanskilaskrá. Hins vegar hefur fólki í vanskilum fjölgað verulega á þessu ári, þrjátíu prósent fleiri hafa lent á vanskilaskrá fyrstu níu mánuði ársins, miðað við allt árið í fyrra. Það kemur líklega fæstum á óvart að flestir á vanskilaskrá eru með mánaðartekjur undir 250 þúsund krónum eða upp undir helmingur. En það eru einhleypar konur sem flestar ná endum saman, aðeins 3,8 prósent þeirra eru í vanskilum. Staða þeirra snarversnar þegar þær eru komnar með börn og eru einstæðar, en 13,4 prósent einstæðra mæðra eru í vanskilum. Einstæðir feður eiga enn erfiðara með að standa í skilum því 18,4 prósent þeirra eru á vanskilaskrá. Stærsti hópurinn á skránni, eru einhleypir karlmenn, rösklega 6600 þeirra er í vanskilum, eða 11,7 prósent allra einhleypra karlmanna. Þá eru fimm prósent barnlausra para í hjónabandi eða sambúð í vanskilum og 6,9 prósent para með börn. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Hartnær fjórtán þúsund Íslendingar eru í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Einstæðir feður eru mun líklegri til að lenda í vanskilum en einstæðar mæður en langfjölmennasti hópur þeirrra sem eru á vanskilaskrá eru barnlausir karlmenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Creditinfo Ísland. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur Creditinfo, fyrirtæki sem heldur utan um vanskil landsmanna, tekið saman vanskilastöðu fólks og fjölskyldna í landinu. Það skal tekið fram að þeir sem lent hafa í erfiðleikum eftir bankahrunið hafa enn ekki ratað inn á vanskilaskrá. Hins vegar hefur fólki í vanskilum fjölgað verulega á þessu ári, þrjátíu prósent fleiri hafa lent á vanskilaskrá fyrstu níu mánuði ársins, miðað við allt árið í fyrra. Það kemur líklega fæstum á óvart að flestir á vanskilaskrá eru með mánaðartekjur undir 250 þúsund krónum eða upp undir helmingur. En það eru einhleypar konur sem flestar ná endum saman, aðeins 3,8 prósent þeirra eru í vanskilum. Staða þeirra snarversnar þegar þær eru komnar með börn og eru einstæðar, en 13,4 prósent einstæðra mæðra eru í vanskilum. Einstæðir feður eiga enn erfiðara með að standa í skilum því 18,4 prósent þeirra eru á vanskilaskrá. Stærsti hópurinn á skránni, eru einhleypir karlmenn, rösklega 6600 þeirra er í vanskilum, eða 11,7 prósent allra einhleypra karlmanna. Þá eru fimm prósent barnlausra para í hjónabandi eða sambúð í vanskilum og 6,9 prósent para með börn.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira