Andrea Pirlo er allt að því sigurviss fyrir Evrópumót landsliða á komandi sumri. Þessi 28 ára leikmaður var í ítalska landsliðinu sem vann HM fyrir tveimur árum og er bjartsýnn á að liðið geti endurtekið leikinn í sumar.
„Ítalía mun vinna. Allir í liðinu trúa því," sagði Pirlo en Ítalía hefur aðeins einu sinni orðið Evrópumeistari. Það var árið 1968.
„Við erum með frábæra blöndu af leikmönnum sem eru í heimsklassa. Við eigum alla möguleika á því að taka Evrópumótið."