Enski boltinn

Gill: Campbell verður ekki seldur

United-menn hafa miklar mætur á Frazier Campbell
United-menn hafa miklar mætur á Frazier Campbell NordicPhotos/GettyImages

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið muni alls ekki selja framherjann unga Frazier Campbell sem lánaður var til Tottenham í tengslum við kaup United á Dimitar Berbatov.

Campbell er tvítugur unglingalandsliðsmaður og stóð sig vel þegar hann var í láni hjá Hull í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hull bauð United 7 milljónir punda í leikmanninn fyrir lokun gluggans á sögunum og sagt var að Wigan hefði líka sýnt honum áhuga.

Gill segir hinsvegar að ekki komi til greina að selja piltinn - hann sé mikið efni.

"Frazier var mjög eftirsóttur og við fengum nokkur kauptilboð í hann. Við vildum hinsvegar ekki selja hann því bæði við og Alex Ferguson trúum að hann eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Það verður fínt fyrir hann að fara til góðs félags eins og Tottenham til að næla sér í reynslu og verða betri leikmaður. Þetta er gott fyrir bæði hann og okkur," sagði Gill í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×