Enski boltinn

Keegan í fýlu vegna Michael Owen?

Gæti Michael Owen verið uppspretta ósættis í herbúðum Newcastle?
Gæti Michael Owen verið uppspretta ósættis í herbúðum Newcastle? NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Sun telur sig hafa fundið ástæðuna fyrir dramatíkinni sem á sér stað í herbúðum Newcastle um þessar mundir þar sem krísufundir standa nú yfir vegna framtíðar Kevin Keegan knattspyrnustjóra.

Heimildamenn Sun segja að Kevin Keegan hafi reiðst eiganda félagsins eftir að hann komst að áformum hans um að selja bæði Michael Owen og Joey Barton.

Sagt er að bæði Manchester City og Everton hafi lýst yfir áhuga sínum á að kaupa Michael Owen - og reyndar var sagt að Portsmouth hefði reynt að kaupa Joey Barton, en Harry Redknapp stjóri Portsmouth hefur sagt að það sé ekki rétt.

Kevin Keegan á að hafa brugðist illa við ákvörðun stjórnar Newcastle að selja James Milner til Aston Villa og því hafi hann orðið æfur þegar hann komst að því að eigandinn Mike Ashley hafi íhugað að selja Owen líka.

The Sun heldur því fram að samband þeirra Keegan og Ashley sé sprungið og að Keegan sé ekki stætt á því að halda áfram að vinna fyrir félagið.

Newcastle sé að vinna í að fá aðstoðarstjóra Tottenham, Gus Poyet, til að taka við Newcastle í samvinnu við Dennis Wise sem er yfirmaður knattspyrnumála. Þeir þekkjast vel frá því þeir léku báðir með Chelsea á árum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×