Baugsmálið frá upphafi til enda 5. júní 2008 15:29 Hinu svokallaða Baugsmáli, sem verið hefur í kerfinu í hátt á sjötta ár, lauk með dómi Hæstaréttar í dag. Þar voru dómar héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyn, stjórnarformanni Baugs, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, og Jóni Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, staðfestir. Málið er eitt hið viðamesta í íslenskri réttarsögu og hefur verið allt að því reyfarakennt þar sem ásakanir um líflátshótanir, ljúgvitni og ofsóknir hafa borið á góma og sömuleiðis skemmtibátar, garðsláttuvél og ,,kötturinn" svokallaði, sem var reikningur. Segja má að málið hafi hafist 13. ágúst 2002 þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, þá lögmaður, kom á fund Jóns H.B. Snorrasonar, sem þá var saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Jón Steinar sagðist hafa undir höndum gögn og vildi leggja fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, meðal annars á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva. Jón Ásgeir Jóhannesson. 25. ágúst sama ár kom Jón Gerald svo til skýrslutöku hjá lögreglu og lagði fram gögn sem hann sagði sýna fram á ýmislegt misjafnt innan Baugs. Eftir skýrslutökur af Jóni Geraldi gerði lögregla svo húsleit hjá Baugi þann 28. ágúst og var Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri félagsins, handtekinn. Innvígður og innmúraður Rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar á málefnum Baugs stóð í nær þrjú ár. Þann 1. júní 2005 var gefin út ákæra í Baugsmálinu, hin fyrri, og var hún 40 liðir. Þar voru sex manns ákærðir, Jón Ásgeir og systir hans Kristín, faðir þeirra Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákærurnar lutu að brotum á almennum hegningarlögum, bókhaldslögum og hlutafélagalögum. Um það leyti sem málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur birti Fréttablaðið efni tölvupósta sem sýndu að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, og Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Var það áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyri hönd Jóns Geralds. Í einum tölvupósta Styrmis sagði meðal annars: ,,Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Ekki hefur fengist úr því skorið hver hinn innvígði og innmúraði er. Ákæruliðunum 40 var vísað frá dómi haustið 2005 og áfrýjaði Jón H.B. Snorrason saksóknari þeirri ákvörðun til Hæstaréttar. Hann staðfesti frávísun 32 liða en átta liðir voru sendir aftur til héraðsdóms til meðferðar. Í framhaldi af þessu sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sig frá málinu og sömuleiðis Jón H. B. Snorrason en Sigurður Tómas Magnússon var settur saksóknari. Sigurður Tómas Magnússon. Hann flutti málið varðandi ákæruliðina átta í upphafi árs 2006 og þann 17. mars sama ár var kveðin upp sýkna í málinu. Í framhaldinu ákvað Sigurður Tómas að áfrýja sex ákæruliðanna til Hæstaréttar sem þýddi að Jóhannes Jónsson og Tryggvi Jónsson voru lausir allra mála hvað varðar þennan anga Baugsmálsins. Dómur vegna ákæruliðanna sex var svo kveðinn upp í Hæstarétti 25. janúar í fyrra og voru þau Jón Ásgeir, Kristín, Stefán og Anna sýknuð og fyrsti hluti Baugsmálsins kominn á leiðarenda. Endurákært í 19 liðum Málinu var þó ekki lokið því í lok mars 2006 ár hafði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, gefið út endurákæru vegna 19 af 32 liðum sem héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu vísað frá árið áður. Nú voru ákærðir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Sá síðastnefndi var nú í fyrsta sinn sakborningur í málinu. Ákæruliðirnir lutu að meintum ólöglegum lánveitingum Baugs til tengdra aðila, bókhaldsbrotum og fjárdrætti meðal annars í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking. Var þá hafinn annar hluti Baugsmálsins, sá hluti sem lauk í dag. Veigamesta lið endurákærunnar, sem laut að meintum svikum vegna kaupa á 10-11 verslunarkeðjunni, var hins vegar vísað frá sumarið 2006 og voru þá eftir 18. Þeir voru teknir til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 12. febrúar til 29. mars í fyrra í einum umfangsmestu réttarhöldum Íslandssögunnnar. Alls voru kölluð til um 80 vitni og voru málsgögnin á tugum þúsunda síða. Dómur vegna þessara 18 liða var kveðinn upp 3. maí í fyrra. Þar var ákæru á hendur Jóni Geraldi um hlutdeild í bókhaldsbroti vegna tilhæfulauss kreditreiknings vísað frá. Jón Ásgeir hlaut hins vegar þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að láta gera umræddan kreditreikning en hann var færður í bókhald Baugs félaginu til tekna. Tryggvi var einnig sakfelldur fyrir sama brot auk þriggja annarra bókhaldsbrota og hlaut hann níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jón Gerald Sullenberger. Stærstum hluta ákæruliðanna á hendur Jóni Ásgeiri var vísað frá héraðsdómi, þar á meðal hátt í tíu ákæruliðum um meint ólögleg lán. Sama má segja um fjárdráttarákæru á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vegna Thee Viking og ákæru á hendur Tryggva um fjárdrátt í tengslum við tiltekið kreditkort. Þessum frávísunum áfrýjaði settur saksóknari til Hæstaréttar sem vísaði þeim aftur heim í hérað til efnismeðferðar. Héraðsdómur tók þá til meðferðar í júní í fyrra og sýknaði Jón Ásgeir af öllum ákæruatriðum en þrír mánuðir bættust við níu mánaða skilorðsbundinn dóm Tryggva vegna fjárdráttar í tengslum við kreditkortið. Öllum 18 ákæruliðinunum var áfrýjað til Hæstaréttar og var málflutningur þar 14. og 15. maí síðastliðinn. Málinu lauk sem fyrr segir í dag með dómi Hæstaréttar. Þriðji angi Baugsmálsins? Við þetta má bæta að hugsanlegt er að þriðji angi Baugsmálsins líti dagsins ljós því efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar meint skattalagabrot manna tengdum Baugi. Efnahagsbrotadeild og skattrannsóknarstjóri deildu í því máli um hvort sá síðarnefndi skyldi afhenda tilteknar upplýsingar um skattamál umræddra aðila. Kvað Hæstiréttur upp þann úrskurð í febrúar síðastliðnum að efnahagsbrotadeild væri heimilt að gera húsleit hjá skattrannsóknarstjóra vegna málsins. Rannsókn þess er ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Tengdar fréttir Jón Gerald: Þarf að endurskoða réttarkerfið út frá þessum dómi Jón Gerald Sullenberger var ómyrkur í máli gagnvart íslensku réttarkerfi þegar Vísir hafði samband við hann eftir að dómur í Baugsmálinu var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Þriggja mánaða skilorðsbundin dómur yfir Jóni var staðfestur. 5. júní 2008 17:56 Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37 Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42 Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44 Baugsmálið klárað í dag Hæstiréttur Íslands mun í dag kveða upp dóm í síðasta hluta Baugsmálsins. Þar með mun einu umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar loks ljúka. 5. júní 2008 09:52 Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms í Baugsmáli Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger. 5. júní 2008 16:18 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Hinu svokallaða Baugsmáli, sem verið hefur í kerfinu í hátt á sjötta ár, lauk með dómi Hæstaréttar í dag. Þar voru dómar héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyn, stjórnarformanni Baugs, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, og Jóni Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, staðfestir. Málið er eitt hið viðamesta í íslenskri réttarsögu og hefur verið allt að því reyfarakennt þar sem ásakanir um líflátshótanir, ljúgvitni og ofsóknir hafa borið á góma og sömuleiðis skemmtibátar, garðsláttuvél og ,,kötturinn" svokallaði, sem var reikningur. Segja má að málið hafi hafist 13. ágúst 2002 þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari, þá lögmaður, kom á fund Jóns H.B. Snorrasonar, sem þá var saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Jón Steinar sagðist hafa undir höndum gögn og vildi leggja fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, meðal annars á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva. Jón Ásgeir Jóhannesson. 25. ágúst sama ár kom Jón Gerald svo til skýrslutöku hjá lögreglu og lagði fram gögn sem hann sagði sýna fram á ýmislegt misjafnt innan Baugs. Eftir skýrslutökur af Jóni Geraldi gerði lögregla svo húsleit hjá Baugi þann 28. ágúst og var Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri félagsins, handtekinn. Innvígður og innmúraður Rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar á málefnum Baugs stóð í nær þrjú ár. Þann 1. júní 2005 var gefin út ákæra í Baugsmálinu, hin fyrri, og var hún 40 liðir. Þar voru sex manns ákærðir, Jón Ásgeir og systir hans Kristín, faðir þeirra Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákærurnar lutu að brotum á almennum hegningarlögum, bókhaldslögum og hlutafélagalögum. Um það leyti sem málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur birti Fréttablaðið efni tölvupósta sem sýndu að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, og Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Var það áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyri hönd Jóns Geralds. Í einum tölvupósta Styrmis sagði meðal annars: ,,Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Ekki hefur fengist úr því skorið hver hinn innvígði og innmúraði er. Ákæruliðunum 40 var vísað frá dómi haustið 2005 og áfrýjaði Jón H.B. Snorrason saksóknari þeirri ákvörðun til Hæstaréttar. Hann staðfesti frávísun 32 liða en átta liðir voru sendir aftur til héraðsdóms til meðferðar. Í framhaldi af þessu sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sig frá málinu og sömuleiðis Jón H. B. Snorrason en Sigurður Tómas Magnússon var settur saksóknari. Sigurður Tómas Magnússon. Hann flutti málið varðandi ákæruliðina átta í upphafi árs 2006 og þann 17. mars sama ár var kveðin upp sýkna í málinu. Í framhaldinu ákvað Sigurður Tómas að áfrýja sex ákæruliðanna til Hæstaréttar sem þýddi að Jóhannes Jónsson og Tryggvi Jónsson voru lausir allra mála hvað varðar þennan anga Baugsmálsins. Dómur vegna ákæruliðanna sex var svo kveðinn upp í Hæstarétti 25. janúar í fyrra og voru þau Jón Ásgeir, Kristín, Stefán og Anna sýknuð og fyrsti hluti Baugsmálsins kominn á leiðarenda. Endurákært í 19 liðum Málinu var þó ekki lokið því í lok mars 2006 ár hafði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, gefið út endurákæru vegna 19 af 32 liðum sem héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu vísað frá árið áður. Nú voru ákærðir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Sá síðastnefndi var nú í fyrsta sinn sakborningur í málinu. Ákæruliðirnir lutu að meintum ólöglegum lánveitingum Baugs til tengdra aðila, bókhaldsbrotum og fjárdrætti meðal annars í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking. Var þá hafinn annar hluti Baugsmálsins, sá hluti sem lauk í dag. Veigamesta lið endurákærunnar, sem laut að meintum svikum vegna kaupa á 10-11 verslunarkeðjunni, var hins vegar vísað frá sumarið 2006 og voru þá eftir 18. Þeir voru teknir til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 12. febrúar til 29. mars í fyrra í einum umfangsmestu réttarhöldum Íslandssögunnnar. Alls voru kölluð til um 80 vitni og voru málsgögnin á tugum þúsunda síða. Dómur vegna þessara 18 liða var kveðinn upp 3. maí í fyrra. Þar var ákæru á hendur Jóni Geraldi um hlutdeild í bókhaldsbroti vegna tilhæfulauss kreditreiknings vísað frá. Jón Ásgeir hlaut hins vegar þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að láta gera umræddan kreditreikning en hann var færður í bókhald Baugs félaginu til tekna. Tryggvi var einnig sakfelldur fyrir sama brot auk þriggja annarra bókhaldsbrota og hlaut hann níu mánaða skilorðsbundinn dóm. Jón Gerald Sullenberger. Stærstum hluta ákæruliðanna á hendur Jóni Ásgeiri var vísað frá héraðsdómi, þar á meðal hátt í tíu ákæruliðum um meint ólögleg lán. Sama má segja um fjárdráttarákæru á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vegna Thee Viking og ákæru á hendur Tryggva um fjárdrátt í tengslum við tiltekið kreditkort. Þessum frávísunum áfrýjaði settur saksóknari til Hæstaréttar sem vísaði þeim aftur heim í hérað til efnismeðferðar. Héraðsdómur tók þá til meðferðar í júní í fyrra og sýknaði Jón Ásgeir af öllum ákæruatriðum en þrír mánuðir bættust við níu mánaða skilorðsbundinn dóm Tryggva vegna fjárdráttar í tengslum við kreditkortið. Öllum 18 ákæruliðinunum var áfrýjað til Hæstaréttar og var málflutningur þar 14. og 15. maí síðastliðinn. Málinu lauk sem fyrr segir í dag með dómi Hæstaréttar. Þriðji angi Baugsmálsins? Við þetta má bæta að hugsanlegt er að þriðji angi Baugsmálsins líti dagsins ljós því efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur til rannsóknar meint skattalagabrot manna tengdum Baugi. Efnahagsbrotadeild og skattrannsóknarstjóri deildu í því máli um hvort sá síðarnefndi skyldi afhenda tilteknar upplýsingar um skattamál umræddra aðila. Kvað Hæstiréttur upp þann úrskurð í febrúar síðastliðnum að efnahagsbrotadeild væri heimilt að gera húsleit hjá skattrannsóknarstjóra vegna málsins. Rannsókn þess er ekki lokið eftir því sem næst verður komist.
Tengdar fréttir Jón Gerald: Þarf að endurskoða réttarkerfið út frá þessum dómi Jón Gerald Sullenberger var ómyrkur í máli gagnvart íslensku réttarkerfi þegar Vísir hafði samband við hann eftir að dómur í Baugsmálinu var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Þriggja mánaða skilorðsbundin dómur yfir Jóni var staðfestur. 5. júní 2008 17:56 Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37 Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42 Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44 Baugsmálið klárað í dag Hæstiréttur Íslands mun í dag kveða upp dóm í síðasta hluta Baugsmálsins. Þar með mun einu umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar loks ljúka. 5. júní 2008 09:52 Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms í Baugsmáli Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger. 5. júní 2008 16:18 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Jón Gerald: Þarf að endurskoða réttarkerfið út frá þessum dómi Jón Gerald Sullenberger var ómyrkur í máli gagnvart íslensku réttarkerfi þegar Vísir hafði samband við hann eftir að dómur í Baugsmálinu var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Þriggja mánaða skilorðsbundin dómur yfir Jóni var staðfestur. 5. júní 2008 17:56
Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37
Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42
Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44
Baugsmálið klárað í dag Hæstiréttur Íslands mun í dag kveða upp dóm í síðasta hluta Baugsmálsins. Þar með mun einu umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar loks ljúka. 5. júní 2008 09:52
Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms í Baugsmáli Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger. 5. júní 2008 16:18