Enski boltinn

Bobby Moore heiðraður hjá West Ham

Minning Bobby Moore lifir enn á meðal stuðningsmanna West Ham
Minning Bobby Moore lifir enn á meðal stuðningsmanna West Ham NordcPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnufélagið West Ham ætlar að taka treyju númer sex formlega úr umferð til minningar um goðsögnina Bobby Moore sem var fyrirliði enska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari árið 1966.

Moore lést úr krabbameini árið 1993 þegar hann var aðeins 51 árs gamall, en hann lék með West Ham frá árinu 1958 til ársins 1974.

Þegar hefur verið reist stytta af Moore fyrir utan heimavöll West Ham, en nú vilja forráðamenn félagsins ganga skrefinu lengra í tilefni þess að hálf öld er liðin síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.

West Ham mun spila sérstakan vináttuleik við spænska liðið Villarreal til að minnast þessa áfanga þar sem leikið verður um Bobby Moore bikarinn. 

Matthew Upson hefur til þessa leikið í treyju númer sex hjá West Ham, en honum hefur verið fengin treyja númer fimmtán eftir að ákveðið var að heiðra Moore.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×