Handbolti

Sigrar hjá U-20 landsliðum Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska landsliðið í dag.
Sunna María Einarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir íslenska landsliðið í dag.
Íslensku U-20 landsliðin í handbolta unnu bæði góða sigra í leikjum sínum í dag.

Kvennaliðið keppir í undankeppni HM í þessum aldursflokki hér á landi en í dag vann liðið ótrúlegan sigur á Írum, 67-3.

Staðan í hálfleik var 34-3 og skoruðu Írar því ekkert í seinni hálfleik.

Í gær tapaði Ísland fyrir Ungverjalandi sem vann Búlgaríu í dag, 47-20.

Karlalandsliðið keppir í undankeppni EM og mætti Noregi í dag. Staðan í hálfleik var 19-17, Norðmönnum í vil, en Íslendingar höfðu betur á endanum, 34-33.

Aron Pálmarsson skoraði sigurmark leiksins þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.

Norðmenn virtust ætla að stinga af í seinni hálfleik og náðu fimm marka forystu, 24-19. Þá breytti íslenska liðið um varnarskipulag og náði að jafna metin, 30-30, þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Aron var markahæstur með ellefu mörk en Aron Rafn Eðvarsson varði ellefu skot í markinu.

Mörk U-20 liðs karla: Aron Pálmarsson 11, Ólafur Bjarki Ragnarsson 7, Anton Rúnarsson 6, Ásbjörn Friðriksson 3, Rúnar Kárason 2, Þröstur Þráinsson 2, Orri Freyr Gíslason 2 og Guðmundur Árni Ólafsson 1.

Mörk U-20 liðs kvenna: Hildur Þorgeirsdóttir 13, Karólína Gunnarsdóttir 9, Sara Sigurðardóttir 6, Stella Sigurðardóttir 6, Sunna Jónsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Auður Jónsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna María Einarsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Rut Jónsdóttir 3 og Hildigunnur Einarsdóttir 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×