Handbolti

Norðmenn yfir í hálfleik

Logi Geirsson
Logi Geirsson Mynd/Pjetur

Norðmenn hafa yfir 16-13 gegn Íslendingum hálfleik í leik liðanna í undankeppni EM í Drammen í Noregi.

Norska liðið hefur verið skrefinu á undan frá því að það komst í 2-0 og náði mest sex marka forskoti þegar innan við tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Eftir það náði íslenska liðið fínum kafla og minnkaði muninn.

Logi Geirsson hefur verið atkvæðamestur í markaskorun og Björgvin Gústavsson hefur varið vel í markinu. Annars hefur sóknarleikurinn verið nokkuð stirður hjá íslensku strákunum.

Steinar Ege hefur staðið vaktina vel í norska markinu en íslenska liðið hefur fengið nokkar strangar tveggja mínútna brottvísanir í hálfleiknum. Þar af fékk Sverre Jakobsson tvær á fyrstu tíu mínútunum eftir slagsmál við norsku línumennina.

Mörk Íslands: Logi Geirsson 5, Róbert Gunnarsson 2, Arnór Atlason 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 og Einar Hólmgeirsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×