Enski boltinn

Fyrirliði MK Dons til Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Keith Andrews.
Keith Andrews.

Blackburn hefur gert þriggja ára samning við Keith Andrews en hann var fyrirliði MK Dons. Paul Ince, stjóri Blackburn, þekkir þennan 27 ára leikmann vel frá því að hann stýrði MK Dons.

„Þetta er mikill missir fyrir MK, hann hefur leikið frábærlega fyrir félagið. En hans draumur var að komast í úrvalsdeildina og við hindrum hann ekki í því að láta draum sinn rætast," sagði Roberto di Matteo, stjóri Dons.

Andrews var fyrirliði Dons þegar liðið komst upp um deild síðasta tímabil og vann neðri-deildar bikarkeppnina. Hann er írskur, hóf feril sinn með Wolves og fór síðan til Milton Keynes 2006 eftir rúmlega árs dvöl hjá Hull.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×