Fótbolti

Ólafur velur landsliðið í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari. Mynd/E. Stefán

Ólafur Jóhannesson mun í hádeginu í dag tilkynna val sitt á landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2010.

Sjaldan hefur aldrei verið jafn mikil eftirvænting fyrir tilkynningu landsliðshóps en Norðmenn munu fylgjast afar grannt með málum.

Norskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að skrifa um hlutskipti Veigars Páls Gunnarssonar sem var ekki valinn í landsliðið sem mætti Aserum í vináttulandsleik í síðustu viku.

Margir norskir knattspyrnumenn hafa hneykslast á þessu þar sem þeir segja Veigar Pál vera einn aðalmanninn í Stabæk sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Norski landsliðsþjálfarinn, Åge Hareide, sagði meira að segja í viðtali í fyrradag að hann sjálfur hefði valið Veigar Pál í norska landsliðshópinn væri Veigar norskur ríkisborgari.

Vísir mun birta landsliðshópinn hér um leið og hann verður birtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×