Handbolti

AP sagði Bandaríkin hafa unnið silfrið í handbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson með silfrið fræga.
Ólafur Stefánsson með silfrið fræga. Mynd/Vilhelm
Ein þekktasta fréttastofa heims, Associated Press, birti á lokadegi Ólympíuleikanna frétt um að Bandaríkin hefðu unnið til silfurverðlauna í handbolta karla.

Hvert mannsbarn á Íslandi veit auðvitað að það er ekki rétt enda voru það strákarnir okkar í íslenska landsliðinu sem unnu til silfurverðlaunanna.

Það var Eiríkur Sigurðsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Kom, sem benti AP á þessi mistök sem sendi út leiðréttingu skömmu síðar. AP sendi honum svo þakkarbréf fyrir ábendinguna.

Bandaríkin hefur aldrei þótt líklegt til afreka í handbolta og var ekki einu sinni með lið á Ólympíuleikunum í Peking.

Hér má sjá upphaflegu fréttina og hér leiðréttinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×