Fótbolti

Martin Jol tekur við Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham.
Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Martin Jol, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið ráðinn sem knattspyrnustjóri þýska úrvalsdeildarliðsins Hamburger SV.

Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag og einnig að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning. Hann tekur við starfinu af Huub Stevens sem hætti hjá félaginu í nóvember síðastliðnum og fór til PSV Eindhoven.

Jol tók við Tottenham árið 2004 en var rekinn í október síðastliðnum. Hamburg er nú í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á möguleika á að keppa í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Félagið hefur þrátt fyrir það verið án fastráðins þjálfara síðan að Stevens hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×