Handbolti

Öruggur sigur á Lettum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með íslenska landsliðinu.
Úr leik með íslenska landsliðinu.

Ísland vann í dag tíu marka sigur á Lettlandi, 37-27, í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM en riðill Íslands fer fram í Póllandi.

Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sextán mörk. Arna Sif Pálsdóttir kom næst með fimm mörk og Dagný Skúladóttir skoraði fjögur mörk.

Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði í samtali við Vísi að um skyldusigur hafi verið að ræða.

„Við vissum að við þyrftum eðlilegan leik til að vinna," sagði Júlíus. „En við getum samt spilað mun betur en við gerðum í dag og þurfum að gera það til að vinna Sviss á morgun. Það vill oft gerast að við dettum niður á sama plan og mótherjinn og það gerðist í dag. Þetta var erfið fæðing."

„Sviss er með sterkara lið en Lettland á öllum sviðum handboltans. En það er vissulega raunhæfur möguleiki að klára þann leik og ætlum við okkur að gera það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×