Íslenski boltinn

Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Henrik Bödker og Dennis Danry eru aftur orðnir samherjar en þeir léku á sínum tíma saman í Danmörku.
Henrik Bödker og Dennis Danry eru aftur orðnir samherjar en þeir léku á sínum tíma saman í Danmörku.

Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Bödker kom fyrst hingað til lands um mitt sumar í fyrra en þá lék hann með ÍBV. Hann er 27 ára og mun einnig taka að sér markmannsþjálfun hjá Þrótti.

Ljóst er að Bjarki Guðmundsson markvörður mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili en samningur hans við félagið rann út í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×