Guðmundur: Óþægilegt að byrja á Argentínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2008 13:59 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður hans. Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu um helgina en þá fer fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Riðill Íslands í undankeppninni fer fram í Póllandi en ásamt gestgjöfunum er Ísland með Svíþjóð og Argentínu í riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram á Ólympíuleikana. „Við komum hingað til Póllands í dag eftir að hafa æft í Magdeburg í Þýskalandi undanfarna daga og hefur þetta allt gengið bærilega. Það eru engin frekari meiðsli á leikmönnum sem er vissulega ánægjulegt," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé vissulega ágætt að geta byrjað á því að fylgjast með Svíum og Pólverjum mætast á fyrsta keppnisdegi. En að sama skapi gæti það verið hættulegt að byrja á Argentínu. „Við vitum ekki mikið um Argentínu. Það eina sem við erum með um þá eru leikir þeirra á HM í Þýskalandi í fyrra. Það er frekar óþægilegt en við vitum mun meira um lið Póllands og Svíþjóðar." „Það verður því mjög mikilvægt að fara af fullum krafti í leikinn á morgun. Argentína hefur oft verið að stríða sterkari liðum, til að mynda tók það Pólverja 40 mínútur að hrista þá af sér á HM í Þýskalandi." Hann vill þó lítið segja um möguleika Íslands gegn Svíum og Pólverjum en fyrirfram er talið að þessi þrjú lið munu keppast um efstu tvö sætin í riðlinum. „Þetta er einfaldlega hörkuverkefni og ég get ekkert dæmt um okkar möguleika. Til að þetta takist okkur þarf mjög margt að ganga upp, það er bara þannig." „Ég á mér engin óskaúrslit í leik Póllands og Svíþjóðar á morgun. Við munum fyrst og fremst einbeita okkur að okkar leikjum og við viljum byrja á sigri gegn Argentínu á morgun. Hitt verður svo að fá að koma í ljós." Leikirnir þrír verða allir leiknir um helgina. Fyrst gegn Argentínu á morgun, þá gegn heimamönnum á laugardaginn og loks gegn Svíum á sunnudaginn. „Við fáum að tilkynna aðeins fjórtán leikmenn til leiks á morgun og fáum ekki að skipta út nema einum leikmanni og þá aðeins ef hann er meiddur. Það þarf því að keyra liðið áfram á fjórtán leikmönnum og má því mjög lítið út af bera. Þetta eru óneitanlega mjög sérstakar reglur." Guðmundur segir að hann hafi fyrst og fremst áhyggjur af varnarleiknum. „Við erum ekki með Sverri Jakobsson sem hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar varnarleik. En sóknarleikurinn gegn mjög vel í æfingaleikjunum gegn Spáni um síðustu helgi en hann kemur heldur ekki af sjálfu sér. Við erum að fara að mæta liðum sem spila mjög sterkan varnarleik." Rúv verður með beinar útsendingar frá leikjunum þremur. Dagskráin er svohljóðandi: Föstudagur kl. 15.45: Ísland - Argentína Laugardagur kl. 18.00: Ísland - Pólland Sunnudagur kl. 16.00: Ísland - Svíþjóð Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta stendur í ströngu um helgina en þá fer fram undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Riðill Íslands í undankeppninni fer fram í Póllandi en ásamt gestgjöfunum er Ísland með Svíþjóð og Argentínu í riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram á Ólympíuleikana. „Við komum hingað til Póllands í dag eftir að hafa æft í Magdeburg í Þýskalandi undanfarna daga og hefur þetta allt gengið bærilega. Það eru engin frekari meiðsli á leikmönnum sem er vissulega ánægjulegt," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé vissulega ágætt að geta byrjað á því að fylgjast með Svíum og Pólverjum mætast á fyrsta keppnisdegi. En að sama skapi gæti það verið hættulegt að byrja á Argentínu. „Við vitum ekki mikið um Argentínu. Það eina sem við erum með um þá eru leikir þeirra á HM í Þýskalandi í fyrra. Það er frekar óþægilegt en við vitum mun meira um lið Póllands og Svíþjóðar." „Það verður því mjög mikilvægt að fara af fullum krafti í leikinn á morgun. Argentína hefur oft verið að stríða sterkari liðum, til að mynda tók það Pólverja 40 mínútur að hrista þá af sér á HM í Þýskalandi." Hann vill þó lítið segja um möguleika Íslands gegn Svíum og Pólverjum en fyrirfram er talið að þessi þrjú lið munu keppast um efstu tvö sætin í riðlinum. „Þetta er einfaldlega hörkuverkefni og ég get ekkert dæmt um okkar möguleika. Til að þetta takist okkur þarf mjög margt að ganga upp, það er bara þannig." „Ég á mér engin óskaúrslit í leik Póllands og Svíþjóðar á morgun. Við munum fyrst og fremst einbeita okkur að okkar leikjum og við viljum byrja á sigri gegn Argentínu á morgun. Hitt verður svo að fá að koma í ljós." Leikirnir þrír verða allir leiknir um helgina. Fyrst gegn Argentínu á morgun, þá gegn heimamönnum á laugardaginn og loks gegn Svíum á sunnudaginn. „Við fáum að tilkynna aðeins fjórtán leikmenn til leiks á morgun og fáum ekki að skipta út nema einum leikmanni og þá aðeins ef hann er meiddur. Það þarf því að keyra liðið áfram á fjórtán leikmönnum og má því mjög lítið út af bera. Þetta eru óneitanlega mjög sérstakar reglur." Guðmundur segir að hann hafi fyrst og fremst áhyggjur af varnarleiknum. „Við erum ekki með Sverri Jakobsson sem hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar varnarleik. En sóknarleikurinn gegn mjög vel í æfingaleikjunum gegn Spáni um síðustu helgi en hann kemur heldur ekki af sjálfu sér. Við erum að fara að mæta liðum sem spila mjög sterkan varnarleik." Rúv verður með beinar útsendingar frá leikjunum þremur. Dagskráin er svohljóðandi: Föstudagur kl. 15.45: Ísland - Argentína Laugardagur kl. 18.00: Ísland - Pólland Sunnudagur kl. 16.00: Ísland - Svíþjóð
Handbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira