Handbolti

Opinn gluggi fyrir Ísland á HM?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með íslenska landsliðinu.
Úr leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Króatískur vefmiðill greindi frá því í dag að Ísland gæti fengið þátttökurétt á HM í Króatíu þar sem að Kúba sé að hætta við þátttöku í keppninni.

Fréttastofa Stöðvar 2 hafði samband við Einar Þorvarðarson vegna þessa sem taldi ólíklegt að þessar fréttir væru réttar.

Í fyrsta lagi hafi Kúba öðlast þátttökurétt í gegnum Ameríkuriðilinn og því ólíklegt að Evrópuþjóð fengi sæti Kúbverja.

Þá sagði Einar einnig að Ísland væri önnur varaþjóð Evrópu í keppnina, á eftir Slóveníu. Svartfjallaland er þriðja varaþjóðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×