Fersk blóm nauðsynleg Vala Georgsdóttir skrifar 16. júlí 2008 00:01 „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur Fjeldsted, eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum. Markaðurinn/Arnþór Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira