Viðskipti erlent

Rekstur Sellafield-versins boðinn út

Kjarnorkuverið í Sellafield.
Kjarnorkuverið í Sellafield. Mynd/Getty

Breska ríkið hefur tilnefnt þrjú félög beggja vegna Atlantsála til að hreina og reka kjarnorkuverið í Sellafield þar í landi. Í nýlegri skýrslu breskra yfirvalda kemur fram að hugsanlega taki það rúma öld að hreinsa svæðið og tryggja öryggi þess.Breska ríkið mun eftir sem áður eiga eignir kjarnorkuversins.

Félögin eru hið breska Amec, hið bandaríska Washington International og franska Washington Areva.

Ríkið greiðir 1,3 milljarða punda, jafnvirði 195 milljarða íslenskra króna, á ári fyrir verkið. Breska ríkisútvarpinu telst til að heildarvirði samningsins við Amec nemi 17 milljörðum punda. Það er meira en kostnaðurinn við Ólympíuleikana í London árið 2012.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×