Fótbolti

Ronaldo var orðlaus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn United fagna marki Ronaldo í leiknum.
Leikmenn United fagna marki Ronaldo í leiknum. Nordic Photos / AFP
Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Ronaldo. „Ég hélt að við myndum tapa leiknum (þegar Ronaldo misnotaði sína vítaspyrnu). Ég tel að ég stóð mig vel í leiknum. Ég skoraði mark en misnotaði vítapsyrnu. Í sannleika sagt veit ég ekki hvað ég var að hugsa á þeirri stundu. Vítaspyrnur eru lotterí og veit maður aldrei hver muni standa uppi sem sigurvegari."

„Ég tel að við áttum sigurinn skilinn því við spiluðum betur í öllum leiknum," bætti Ronaldo við. „Þetta er einn af betri dögum lífs míns, ég er afar stoltur."

Spurður hvort hann gæti hugsað sér að kveðja félagið á þessum góðu nótum sagði hann svarið einfalt. „Nei, nei. Ég fer ekki neitt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×