Handbolti

Meiddur Snorri kom GOG í bikarúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum með danska úrvalsdeildarliðinu GOG sem tryggði sér í dag sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Snorri Steinn mun koma til Íslands í næstu viku og þá gangast undir aðgerð á hné en fyrri aðgerðin hans í haust misheppnaðist.

En þrátt fyrir hnémeiðslin fór Snorri Steinn á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk er GOG vann frábæran sigur á Bjerringbro-Silkeborg, 33-32, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 20-15.

Spennan var mikil í síðari hálfleik og tryggði GOG sér sigurinn með marki á síðustu sekúndum leiksins.

GOG mætir Team Tvis Holstebro í úrslitum bikarsins þann 27. desember næstkomandi og nokkuð ljóst að Snorri Steinn mun ekki spila með sínum mönnum þá vegna aðgerðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×