Innlent

Hvetur til fjölskyldustundar á morgun

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Reykjavíkurborg býður borgarbúum upp á fjölskyldudagskrá undir yfirskriftinni „Gerum okkur dagamun" á morgun, fyrsta vetrardag. Ókeypis aðgangur verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sundlaugar, söfn og menningarstofnanir borgarinnar þennan dag. Víða verður boðið upp á skemmti- og fræðsludagskrá.

„Okkur fannst viðeigandi á fyrsta vetrardegi og við þær aðstæður sem nú eru í samfélaginu að hvetja fjölskyldur til góðra stunda, þannig að börn og fullorðnir fái tækifæri til að skemmta sér saman," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í samtali við Vísi. Hún segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu að þessari dagskrá og mikill einhugur hafi ríkt um hana í borgarráði. Tillagan hafi síðan verið útfærð af starfsfólki Reykjavíkurborgar.

Hanna Birna segist hvetja alla borgarbúa til að nýta sér dagskrána sem í boði er og njóta hennar og samvista með fjölskyldunni.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að skoða dagskrá morgundagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×