Handbolti

Snorri Steinn: Við hræðumst ekki neinn

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Snorri Steinn ákveðinn í leiknum.
Snorri Steinn ákveðinn í leiknum. Mynd/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson var alvarlegur og ákveðinn en þó nokkru losti eftir öll fagnaðarlætin á gólfinu í Peking.

„Við tókum þá og slátruðum þeim. Þetta er lýsandi fyrir okkur í þessari keppni. Við hræðumst ekki neinn og mætum galvaskir í alla leiki. Sjálfstraustið er með ólíkindum í þessu liði. Hvað á maður að segja? Þessi tilfinning er með hreinum ólíkindum," sagði Snorri Steinn og brosti út í annað.

„Við værum ekki komnir í úrslit án þess að eiga möguleika til að vinna þann leik. Við munum njóta sigursins og reyna svo að ná okkur niður á jörðina. Það verður vissulega erfitt að vinna Frakkana sem eru með stórkostlegt lið og hafa verið frábærir í þessu móti. Af hverju eigum við ekki að geta unnið þá eins og hina?" sagði Snorri Steinn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum.

„Ég veit ekki. Mér líður eins og ég sé einhver vofa eða eitthvað."


Tengdar fréttir

Ásgeir Örn: Jesús minn góður

„Maður á bara erfitt með sig. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er alveg rosalegt. Ég er ekkert að ná þessu enn þá. Jesús, minn góður.“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í hálfgerðu losti eftir sigurinn glæsilega á Spánverjum.

Ingimundur: Við viljum vinna gull

„Mér líður auðvitað yndislega. Annars er erfitt að tala því það eru svo miklar tilfinningar innan í manni í augnablikinu. Mér líður frábærlega og við erum búnir að koma okkur í frábært tækifæri.

Ísland er stórasta land í heimi

"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag.

Silfrið tryggt - gullið bíður

Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30.

Alexander: Mun ekki geta sofið í nótt

Járnmaðurinn Alexander Petersson var í mjög svo annarlega ástandi eftir leikinn gegn Spánverjum og tilfinningarnar báru hann ofurliði líkt og fleiri.

Alfreð: Nú þarf þjóðin að taka við sér

„Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×