Erlent

Fjármálaráðherra Danmerkur í vondum málum

Óli Tynes skrifar
Lars Lökke Rasmussen, fjármálaráðherra Danmerkur.
Lars Lökke Rasmussen, fjármálaráðherra Danmerkur.

Lars Lökke Rasmussen, fjármálaráðherra Danmerkur hefur tilkynnt að hann muni gefa tæpar 200 þúsund krónur til góðgerðarmála til þess að bæta fyrir risnukostnað sem hann tók sér árið 1998 til kaupa á sígarettum og til heimsókna í spilavíti og diskótek.

Rasmussen var þá embættismaður í sveitastjórn. Frami hans hefur verið mikill síðan. Hann hefur gegnt nokkrum ráðherraembættum og það er litið á hann sem arftaka Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra.

Í Danmörku er talið að Anders Fogh láti af embætti í árslok til þess að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins.

Sjálftaka fjármálaráðherrans hefur hinsvegar sett strik í reikninginn.

Danskir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um þetta fjármálahneyksli. Þeir eru virkilega komnir með „blod

på tanden," eins og menn segja í ríki Margrétar Alexandrínu Þórhildar Ingiríðar.

Það er því ekki víst hvort hann heldur núverandi starfi sínu, hvað þá að hann verði forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×