Handbolti

Tap fyrir Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með íslenska landsliðinu.
Úr leik með íslenska landsliðinu.

Ísland tapaði í dag fyrir Rússlandi á æfingamóti í Noregi, 33-20. Staðan í hálfleik var 15-13, Rússum í vil.

Ísland byrjaði ágætlega í leiknum og náði að komast í 5-4 forystu eftir að hafa lent 4-2 undir. Ísland náði svo mest þriggja marka forystu, 7-4 en í stöðunni 11-9 skoraði Rússland fjögur mörk í röð og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.

Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Hrafnhildur Skúladóttir kom næst með þrjú mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir, Ásta Birna Bunnarsdóttir, Íris Ásta Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir skoruðu tvö mörk hver og þær Arna Sif Pálsdóttir, Rakel Bragadóttir, Dagný Skúladóttir og Hildur Þorgeirsdóttir eitt hver.

Ísland tapaði í gær fyrir Noregi og mætir Danmörku í lokaumferð mótsins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×