Enski boltinn

Di Canio orðaður við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paulo Di Canio í búningi West Ham.
Paulo Di Canio í búningi West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Paolo Di Canio hefur nú verið orðaður við stjórastöðuna hjá West Ham sem losnaði eftir að Alan Curbishley sagði starfi sínu lausu.

Di Canio lék með West Ham frá 1999 til 2003 og er enn í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hann dreymir um að snúa aftur til félagsins sem knattspyrnustjóri þess.

Það gæti einnig hjálpað honum að landi hans, Gianluca Nani, er yfirmaður íþróttamála hjá West Ham.

Annars þykir Slaven Bilic enn líklegastur til að taka við starfinu samkvæmt breskum veðbönkum en hann sagði þó í dag að hann hyggðist efna samning sinn við króatíska knattspyrnusambandið þar sem hann er landsliðsþjálfari.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Ítalarnir Davide Ballardini, fyrrum stjóri Cagliari, og Francesco Guidolin sem var rekinn frá Palermo í mars.

Roberto Mancini er einnig orðaður við starfið sem og þeir Harry Redknapp, Sam Allardyce og Kevin Keegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×