Erlent

Fyrrverandi forseti Tsjad dæmdur til dauða

Hissene Habre, „Pinochet Afríku“
Hissene Habre, „Pinochet Afríku“ MYND/AP

Dómstóll í Afríkuríkinu Tsjad hefur úrskurðað fyrrverandi forseta landsins, Hissan Habre, til dauða fyrir valdaránstilraun. Var Habre dæmdur fyrir að skipuleggja árás á höfuðborg landsins, N'Djamena, fyrr á árinu.

Habre var komið frá völdum í Tsjad af núverandi forseta landsins, Idriss Deby, árið 1990 eftir átta ár í valdastólnum. Síðan þá hefur hann verið í útlegð í Senegal og hefur Afríkubandalagið hvatt senegölsk stjórnvöld til að framselja Habre aftur til Tjad.

Habre var í stjórnartíð sinni oftar en ekki kallaður „Pinochet Afríku". Eiga um fjörtíu þúsund manns að hafa fallið í pólitískum ofsóknum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×