Enski boltinn

Ronaldo besti leikmaður heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður heims í árlegri úttekt tímaritsins FourFourTwo á hundrað bestu knattspyrnumönnum heimsins.

Ronaldo átti frábært tímabil með United sem lauk í vor með því að félagið varð bæði Englands- og Evrópumeistari. Ronaldo var í kjölfarið kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar bæði af leikmönnum sem og íþróttafréttamönnum. Hann fékk einnig Gullskóinn fyrir að vera markahæsti leikmaður Evrópu.

Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona varð í öðru sæti og Fernando Torres hjá Liverpool í því þriðja. Besti enski leikmaðurinn samkvæmt þessum lista er Rio Ferdninand, varnarmaður Manchester United, en hann varð í níunda sæti.

Ronaldo kemur til greina í kjöri knattspyrnumann ársins í Evrópu sem og hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Flestir leikmennirnir á lista hundrað bestu knattspyrnumanna heims leika í ensku úrvalsdeildinni eða 31. Spænska úrvalsdeildin er kemur næst með 30 leikmenn og 23 leika á Ítalíu.

Kaka var á efsta sæti þessa lista í fyrra en er í fimmta sæti nú.

Topp tíu:

1. Cristiano Ronaldo, Manchester United

2. Lionel Messi, Barcelona

3. Fernando Torres, Liverpool

4. Iker Casillas, Real Madrid

5. Kaka, AC Milan

6. David Villa, Valencia

7. Zlatan Ibrahimovic, Inter

8. Sergio Agüero, Atletico Madrid

9. Rio Ferdinand, Manchester United

10. Steven Gerrard, Liverpool






Fleiri fréttir

Sjá meira


×