Innlent

Velta bílum að gamni sínu

Andri Ólafsson skrifar

Á myndbandasíðunni Youtube.com er að finna íslensk myndbönd sem sýna hvernig fífldjarfir ungir menn velta fólksbílum í iðnaðarhverfi Grafarvogi.

Mennirnir sem stunda þetta athæfi eru meðlimir í félagsskap sem nefnir sig Xxx Crew.

Myndböndin sýna hvernir bílunum er ekið á miklum hraða inn í beygju á ramp sem veldur því að þeir velta við mikinn fögnuð viðstaddra. Ekki er að sjá að þeir sem að þessu standa geri sér grein fyrir því að aðeins örfáum metrum fyrir aftan þá er tónlistarskóli þar sem fjöldinn allur af börnum stundar tónlistarnám.

Lögreglan segist hafa vitað af málinu um nokkurt skeið og verið sé að vinna í því að finna út úr því hverjir eiga þarna hlut að máli.

Bílvelturnar má sjá hér og hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×