Veigar Páll Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason og félagar í Stabæk fögnuðu fram á nótt eftir að hafa nánast gulltryggt sér norska meistaratitilinn.
Hér má sjá myndband þar sem þeir félagar syngja með öðrum leikmanni Stabæk, Norðmanninum Morten Skjönsberg, lagið Fram á nótt með Ný danskri. Skjönsberg reynir að fylgja með og tekst nokkuð bærilega.
Pálmi Rafn skoraði sigurmark Stabæk gegn Brann í gær en þegar tvær umferðir eru eftir af norsku úrvalsdeildinni hefur Stabæk sex stiga forystu á Fredrikstad og mun hagstæðari markatölu.
Veigar og Pálmi kenna félaga sínum íslenskan poppslagara - Myndband

Tengdar fréttir

Pálmi: Þetta toppaði allt
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær.

Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði
Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær.