Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við flestar spár. Í rökstuðningi bankans fyrir ákvörðuninni kemur fram að stefnt sé að því að halda verðbólgu niðri en hætt sé við að hún komi niður á vexti hagkerfisins.

Bankinn lækkaði stýrivextina síðast um 25 punkta í apríl og hafa þeir lækkað um 50 punkta frá áramótum. Þeir hafa staðið óbreyttir síðan í apríl.  

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent í Bretlandi sem er 1,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.

Breska ríkisútvarpið bendir engu að síður á að forsvarsmenn breskra fyrirtækja hafi þrýst á lækkun stýrivaxta. Eigi þau á brattan að sækja í því umhverfi sem nú ríki og geti hátt vaxtastigi komið harkalega niður á þeim.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×