Enski boltinn

Ferdinand kominn til Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Ferdinand í leik með West Ham fyrir skömmu.
Anton Ferdinand í leik með West Ham fyrir skömmu. Nordic Photos / Getty Images
Anton Ferdinand hefur formlega gengið frá félagaskiptum sínum til Sunderland. Kaupverðið nemur átta milljónum punda.

Ferdinand skrifaði undir fjögurra ára samning við Sunderland en hann er uppalinn hjá West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

"Eftir að ég hitti Roy Keane vissi ég að það var kominn tími til að breyta til," sagði Ferdinand.

"Við þurftum að styrkja vörnina og það er frábært að hafa fengið Anton. Hann mun auka gæðin í liðinu sem og samkeppni um stöður í byrjunarliðinu," sagði Roy Keane, stjóri Sunderland.

Enska dagblaðið Daily Mail hélt því fram í dag að Ferdinand hafi verið seldur í óþökk Alan Curbishley, stjóra West Ham. Þetta er farið að hafa áhrif á leikmenn liðsins, segir blaðið, og að mórall liðsins sé nú afar slæmur - sér í lagi eftir 3-0 tap liðsins fyrir Manchester City um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×