Handbolti

Ísland í riðli með Norðmönnum

AFP

Í kvöld var dregið í riðla fyrir undankeppni EM í handbolta sem fram fer í Austurríki árið 2010. Íslenska liðið var í efsta styrkleikaflokki og mun leika í riðli með Norðmönnum, Makedónum, Eistum, Belgum og Moldóvum.

Fyrstu leikirnir í undankeppninni fara fram í lok október þar sem leikið verður heima og heiman. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast á Evrópumótið.

Evrópumeistarar Dana og Austurríkismenn fá sjálfkrafa þátttöku á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá riðlana:

1. riðill: Pólland, Svíþjóð, Rúmenía, Svartfjallaland, Tyrkland og Georgía.

2. riðill: Rússland, Serbía, Sviss, Bosnía, Ítalía og Færeyjar.

3. riðill: Ísland, Noregur, Makedónía, Eistland, Belgía og Moldóva.

4. riðill: Króatía, Ungverjaland, Slóvakía, Grikkland og Finnland.

5. riðill: Þýskaland, Slóvenía, Hvíta-Rússland, Ísrael og Búlgaría.

6. riðill: Frakkland, Tékkland, Portúgal, Lettland og Lúxemborg.

7. riðill: Spánn, Úkraína, Litháen, Holland og Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×