Innlent

Litháískt hústökufólk játar brot sín

Karlmaður og kona frá Litháaen, sem handtekin voru fyrir viku á Akureyri vegna gruns um þjófnaði og hústöku, hafa játað á sig brot sín og verið úrskurðuð í farbann til 17. október eða þar til dómur gengur í máli þeirra.

Fólkið hefur setið í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag og var því þá sleppt. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri að fólkið hefði játað á sig brot sín. Fólkið braust inn í hús á Akureyri og hafðist þar við í einhvern tíma og gerði hið sama í sumarbústað á Svalbarðsströnd. Þá hefur fólkið verið kært fyrir þjófnaði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að sögn lögreglu er verið að ljúka málinu og fer það sína leið í kerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×