Innlent

Reyndu að þagga málið niður

Lögregla reyndi að þagga morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur niður þegar málið kom upp með því að segja það sjálfsmorð. Þetta segir rannsóknarblaðamaður í Cabarete í Dómíníska lýðveldinu sem fjallað hefur um málið.

Lögregla hefur síðustu daga haft tvo karla og konu í haldi sem grunuð eru um að tengjast morðinu á Hrafnhildi. Þeim var öllum sleppt í dag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skorti sönnunargögn til að halda þeim.

Junior Enrique rannsóknarblaðamaður dagblaðsins El Nuevo Norte í Cabarete segir lögregluna hafa reynt að þagga málið niður eftir að það kom upp með því að segja fjölmiðlum fyrst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.

Honum hafi hins vegar borist myndir af líki Hrafnhildar sem bentu ótvírætt til þess að hún hafi verið myrt. Myndirnar voru birtar á fréttavef dagblaðsins en eftir það viðurkenndi lögreglan fyrst að um morð hafi verið að ræða. Enrique segir myndbirtingunni að þakkað að lögreglan hafi rannsakað málið betur.

Þegar fréttastofa hafði samband við lögreglu til að kanna ásakanir blaðamannsins afsakaði hún svörin sem upphaflega gefin voru fjölmiðlum og sagði málið rannsakað sem morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×