Handbolti

Króatískur landsliðsmaður missti fingur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ivan Cupic.
Ivan Cupic.

Handboltamaðurinn Ivan Cupic verður ekki með Króatíu á Ólympíuleikunum. Í raun er ólíklegt að hann spili aftur handbolta af fullum krafti.

Cupic er 22 ára og átti framtíðina svo sannarlega fyrir sér í handboltanum en hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Króatíu. Hann lenti hinsvegar í slysi á æfingu og missti fingur.

Cupic var á æfingu fyrir Ólympíuleikana þegar hann féll með hendina í vírnet. Hringur sem hann var með á hendinni festist í vírnetinu og skar tvo þriðju af fingri hans af.

Farið var með hann á sjúkrahús en ekki var hægt að bjarga fingrinum. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Króatíu sem er eitt sigurstranglegasta liðið á komandi Ólympíuleikum.

Cupic gekk til liðs við Gorenje Velenje í Slóveníu ekki alls fyrir löngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×