Barcelona slapp með 1-1 jafntefli gegn Getafe á heimavelli í kvöld eftir að hafa lent undir í leiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, skömmu eftir að Seydou Keita jafnaði metin fyrir Börsunga en tókst ekki að tryggja liðinu sigurinn.
Manu skoraði mark Getafe á 19. mínútu en Barcelona hafði þar til í dag unnið níu leiki í röð í deildinni.
Þar með mistókst Barcelona að endurheimta fimm stiga forystu sína á Real Madrid en er nú þremur stigum á undan liðinu í efsta sæti deildarinnar.
Getafe er í fjórtánda sæti með fjórtán stig.

