Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum 13. ágúst 2008 09:06 MYND/Pjetur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira