Garðar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Fredrikstad sem vann 3-2 sigur á liði Skeid í norsku bikarkeppninni í gær. Bæði mörk Garðars voru með skalla.
Lið Skeid leikur í 2. deildinni í Noregi en með sigrinum komst Fredrikstad í þriðju umferð bikarsins.