Erlent

Hinsegin dagar ekki studdir á Ítalíu

Óli Tynes skrifar
Ekki mismunað á Ítalíu, segir ráðherra.
Ekki mismunað á Ítalíu, segir ráðherra.

Nýr jafnréttisráðherra Ítalíu hefur neitað Hinsegin dögum homma og lesbía um stuðning.

Mara Carfagna segir að samkynhneigðum sé ekki lengur mismunað á Ítalíu. Því sé ekki ástæða til þess að styðja þá með opinberu fé.

Mara Carfagna er 32 ára gömul, fyrrverandi þáttakandi í keppninni Ungfrú Ítalía og sýningarstúlka í sjónvarpi.

Sum mannréttindasamtök líta á skipan hennar í embættið sem beina ögrun af hálfu Silvios Berlusconis, forsætisráðherra.

Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera sagði Carfagna að þeir dagar væru liðnir að samkynhneigðir væru úrskurðaðir geðveikir. Nú séu þeir samofnir þjóðfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×