Lífið

Lífga Harry og Heimi við í sumar

Hugmyndasmiðirnir á bak við Heimi og Harry: Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson.
Hugmyndasmiðirnir á bak við Heimi og Harry: Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson.

„Um er að ræða diska með útvarpsleikritum um Harry og Heimi sem voru vinsæl fyrir tuttugu árum á Bylgjunni. Svo stendur til að færa þættina á svið og lífgera þá," svarar Örn Árnason þegar Vísir spyr leikarann hvort það sé rétt að Harry og Heimir séu um það bil að lifna við á ný og hvort í bígerð sé að gefa út spil.

„Þættirnir voru frumluttir á Bylgjunni fyrir 20 árum. Það hafa nú oft verið gefnir út diskar af minna tilefni. Þeir eru fáanlegir á niðurhalssíðunni Torrent á netinu en okkur langaði að gefa þættina út í góðum gæðum. Það er frekar hliðardraumur þetta með spilið en það skýrir sig bara síðar."



„Við erum allir skráðir höfundar: Ég, Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst Úlfsson. Við vorum þrír að semja og hamra þetta inn á sínum tíma. Bylgjan var ung og aðstæður frumlegar í þá daga og allt efni flutt í beinni. Við hentum inn effektum á milli þess sem við lékum. Margt hefur breyst á þessum 20 árum en það fer vonandi ekki framhjá neinum þegar diskurinn kemur út einhverntíman í júní," segir Örn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.