Erlent

Rafmagnsgleypar geta verið heimilunum dýrir

Óli Tynes skrifar
Kaffisopinn getur verið dýr.
Kaffisopinn getur verið dýr. MYND/Reallynatural.com

Flest heimili eru full af rafmagnsþjófum sem geta kostað þau tugþúsundir króna á ári. Upplýsingaþjónusta danska húseigendafélagsins hefur gert könnun á því hvaða heimilistæki nota mest rafmagn.

Efst á blaði þar eru expresso kaffivélar. Ef þú lagar fimm bolla af kaffi á dag hækkar rafmagnsreikningurinn um hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur á ári. Ástæðan er sú að vélarnar nota rafmagn bæði við að mala kaffibaunirnar, hita kaffið og framleiða gufu.

Ef þú átt fimmtíu tommu plasmasjónvarp sem þú notar í átta klukkustundir á dag til að horfa á fréttir og hlusta á útvarp, er reikningurinn 47 þúsund krónur á ári. Handklæðaþurrkari sem er í stöðugri notkun kostar um 17 þúsund krónur á ári.

Þarna er auðvitað miðað við rafmagnskostnað eins og hann er í Danmörku. Tölurnar gætu því verið aðrar á Íslandi. Hinsvegar eyða þessi heimilistæki varla minna hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×