Hinn hljóði heimur 30. júlí 2008 00:01 Lent í lok keppnisdags á Hellu. aðsendMynd/Eggert Norðdal „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira