Handbolti

Leikmannahópur Íslands klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikið verður í Stulecia-höllnni í Wroclow í Póllandi um helgina.
Leikið verður í Stulecia-höllnni í Wroclow í Póllandi um helgina. Mynd/Aleksandar Djorovic

Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá fjórtán leikmenn sem munu spila í undankeppni ÓL í Peking í Póllandi um helgina.

Þrír leikmenn til viðbótar voru valdir í æfingahóp íslenska liðsins sem mætti Spánverjum um síðustu helgi. Guðmundur má skipta út einum leikmanni um helgina en þá aðeins vegna meiðsla.

Leikið verður við Argentínu, Pólland og Svíþjóð um helgina og byrjað gegn fyrstnefnda landinu klukkan 16.00 í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Rúv og verður einnig lýst beint hér á Vísi.

Björgvin Páll Gústavsson, Bjarni Fritzson og Hannes Jón Jónsson eru fyrir utan íslenska hópinn sem er þannig skipaður:

Markverðir:

Hreiðar Guðmundsson, Sävehof

Birkir Ívar Guðmundsson, Lübbecke

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Flensburg

Arnór Atlason, FC Köbenhavn

Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG

Einar Hólmgeirsson, Flensburg

Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach

Ingimundur Ingimundarson, Elverum

Ólafur Stefánsson, Ciudad Real

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Sturla Ásgeirsson, Århus GF

Vignir Svavarsson, Skjern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×