Stuðningsmenn græða vel á Veigari - líka einn hundur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2008 16:04 Veigar Páll reyndist ansi góð fjárfesting fyrir marga. Mynd/Scanpix Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Sjá meira
Þegar Veigar Páll Gunnarsson var keyptur til Stabæk var stofnaður fjárfestingarsjóður til að fjármagna kaup hans frá KR. Þessir fjárfestar fá nú peninginn fimm- eða sexfalt til baka nú þegar Veigar er á leið til Frakklands. Fram kemur á heimasíðu Stabæk að 79 einstaklingar, einn hundur og eitt stuðningsmannafélag lögðu fé í sjóðinn sem þeir fá nú ríflega endurgreiddan til baka. „Þetta er frábært dæmi um hvernig fólk í samfélaginu getur tekið höndum saman þar sem útkoman er bæði skemmtileg og efnahagslega hagkvæm," segir á heimasíðu Stabæk. „Í hópnum má finna barn sem tæmdi sparibaukinn sinn og gamlar frænkur sem tóku fram þúsundkallana úr kökukrúsunum sínum í eldhúsinu, allt til að hjálpa félaginu sínu að kaupa leikmann sem við höfðum trú á." Fjárfestingarsjóðnum var komið á stofn fyrir fimm árum og á hann níu prósenta hlut í Veigari. Alls söfnuðust 115 þúsund norskar krónur í sjóðinn sem dugðu ekki fyrir heildarupphæðinni sem Veigar kostaði. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Veigar seldur til franska liðsins Nancy í vikunni fyrir rúmar 15 milljónir norskra króna. Stuðningsmannafélagið Altas skaut inn 100 norskum krónum í sjóðinn á sínum tíma og sagði talsmaður félagsins að þær kæmu sér vel. „Þetta er aldeilis fínt. Við getum keypt okkur nokkra kassa af léttöli fyrir peninginn," sagði einn meðlimur félagsins í samtali við norska fjölmiðla.Hérna má sjá lista yfir upphaflegu fjárfestana.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Sjá meira