Handbolti

Sävehof tapaði öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof.

Sävehof tapaði öðru sinni fyrir Ystad í kvöld sem þýðir að oddaleik þarf til að skera úr um hvort liðið mætir Hammarby í úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Sävehof komst í 2-0 í rimmunni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, nú síðast í kvöld með sex marka mun á útivelli, 31-25.

Hreiðar Guðmundsson lék lengst af í marki Sävehof og varði tólf skot. Hlutfallsmarkvarsla hans var 35 prósent.

Sænski landsliðsmaðurinn Oscar Carlen leikur með Ystad og skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í liði Sävehof var Patrik Fahlgren, einnig með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×