„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ 3. júlí 2008 13:13 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent