„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ 3. júlí 2008 13:13 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira